Lífið

Það er svo gott að gefa af sér og faðmast, segir Brynjar Már

Brynjar Már og Heiðar Austmann  útvarpsmenn FM957 í sínu fínasta pússi rétt áður en þeir féllust í faðma.
Brynjar Már og Heiðar Austmann útvarpsmenn FM957 í sínu fínasta pússi rétt áður en þeir féllust í faðma.
"Við erum mikið fyrir faðmlög. Það er svo gott að gefa af sér. Alls ekkert feimnismál. Það er bara hollt og gott að sýna smá kærleik," svarar Brynjar Már Valdimarsson tónlistarstjóri FM957 aðspurður um áberandi mörg innileg faðmlög milli karlmanna á Hlustendaverðlaunum FM957 sem fram fóru í Háskólabíó 3. maí síðastliðinn.

Páll Óskar sigurvegari kvöldsins og Brynjar Már tónlistarstjóri faðmast hér innilega á sviðinu í Háskólabíó 3. maí síðastliðinn.
Hlustendaverðlaunin voru send út í beinni útsendingu á Stöð 2 og voru einmitt vinsælasti dagskrárliður stöðvarinnar í aldursflokknum 12-49 ára fyrstu vikuna í maí. 

Heiðar og Örlygur Smári faðmast og kyssast fyrir framan alþjóð enda báðir kærleiksríkir menn sem skammast sín ekki fyrir tilfinningar sínar.
Þetta kom fram í vikulegri könnun sem Capacent Gallup gerir. Hæðin kom rétt á eftir.

19% horfðu á Hlustendaverðlaunin þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson fór á kostum og hlaut öll þau verðlaun sem hann var tilnefndur til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×