Enski boltinn

Hermann í byrjunarliði Portsmouth

Hermann Hreiðarsson spilar í fyrsta sinn á Wembley í dag.
Hermann Hreiðarsson spilar í fyrsta sinn á Wembley í dag.

Hermann Hreiðarsson verður í byrjunarliði Portsmouth sem mætir West Brom í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag. Hermann átti við meiðsli að stríða alla síðustu viku en stóðst læknisskoðun í gær.

Leikurinn er sögulegur fyrir sakir að Hermann verður fyrsti Íslendingurinn sem spilar á Wembley-leikvanginum eftir að hann var endurbyggður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×