Innlent

Stöðvuðu umferð í skamman tíma á Miklubraut

Sendibílstjórar lokuðu fyrir stundu gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í annað sinn á innan við viku.

Nokkrir ökumenn á stórum sendibílum stöðvuðu umferð og sögðust vera að halda áfram með aðgerðir sem miða meðal annars að því að fá stjórnvöld til þess að lækka álögur á eldsneyti. Á sama tíma stendur yfir mótmælafundur á Austurvelli þar sem háum álögum á eldsneyti er mótmælt.

Umferðin hafði verið stopp í um tíu mínútur þegar lögregla kom á vettvang og þá hættu sendibílstjórarnir aðgerðum sínum og óku á brott. Umferð gengur því á eðlilegan hátt nú.

Atvinnubílstjórar hafa nú staðið fyrir mótmælum með því að stöðva umferð fjóra virka daga í röð. Þetta er í annað sinn sem umferð er stöðvuð á þessum stærstu gatnamótum landsins. Segjast þeir ekki munu hætta fyrr en stjórnvöld verði við kröfum þeirra.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.