Innlent

Máluðu yfir veggjakrot í miðbænum

MYND/Góðverkasamtökin

Samtök sem kalla sig Góðverkasamtökin betri bær fóru á stjá í nótt og máluðu yfir allt veggjakrot á hvítum flötum niður Laugaveginn. Til þess notuðu samtökin hvíta málningu.

Á heimasíðu samtakanna kemur fram að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem þau hafi farið á stjá en markmiðið hafi verið að fegra miðbæ Reykjavíkur. Vilja samtökin vekja athygli á þeirri sjónmengum sem veggjakrot í bænum er og um leið mótmæla aðgerðarleysi þeirra sem eiga hlut að máli að leyfa því að standa.

MYND/Góðverkasamtökin
„Það krefst hvorki mikillar vinnu né peninga að mála reglulega yfir veggjakrot. Besta leiðin til að sporna við veggjakroti er að leyfa því ekki að standa!" segir á heimasíðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×