Innlent

Meintir handrukkarar látnir lausir

Lögreglan á Akranesi lét tvo menn lausa undir kvöld í gær, eftir ítarlegar yfirheyrslur vegna húsbrots, sem þeir frömdu í bænum í fyrrakvöld.

Grunur leikur á að þeir hafi ætlað að innheimta fíkniefnaskuld. Þegar þeim var ekki heypt inn í tiltekið hús í bænum, höfðu þeir í hótunum fyrir utan húsið og voru um það bil búnir að brjóta sér leið í gegnum útidyrnar, þegar lögregla kom á vettvang og handtók þá. Húsráðendum og börnum þeirra var svo brugðið, að þau fengu að gista annarsstaðar.

Annar árásarmannanna hefur gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöfina og fara mál þeirra nú viðeigandi leið í réttarkerfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×