Innlent

Íslendingar ekki svartsýnni í sex ár

Íslenskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni á efnahagshorfur síðan á erfiðleikatímabilinu í janúar árið 2002 samkvæmt væntingavísitölu Gallups.

Í febrúar var væntingavísitalan orðin lág en þó rétt yfir hundrað stigum, sem gefur til kynna að álíka margir voru svartsýnir og bjartsýnir. Nú er vísitalan hins vegar fallin niður í 87 stig þannig að svartsýnir eru orðnir í meirihluta. Sama er hvort þeir leggja mat á núverandi ástand eða vætningar til næstu sex mánaða.

Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart því reynslan sýnir að væntingavísitalan fellur gjarnan nokkurn veginn í takt við gengislækkun krónunnar hverju sinni. Auk þessa sýnir mæling Gallups að hinn almenni neytandi ætlar að draga úr stórkaupum á næstunni, en með stórkaupum er átt við kaup á húsnæði, bílum og utanlandsferðum. Mest sýnist ætla að draga úr utanlandsferðumen sú vísitala hefur lækkað um tæp tíu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×