Innlent

Framtalsskil í dag

Álagningarskrár skoðaðar hjá skattstjóra.
Álagningarskrár skoðaðar hjá skattstjóra.

Í dag eru hinstu forvöð þeirra, sem ekki hafa leitað eftir sérstökum fresti, til að gera skil á skattframtali sínu til skattstjóra. Hjá embætti ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að 69.250 framtölum hefði verið skilað laust fyrir kl. 11 í morgun, þar af 2.500 á pappír. Að auki hefði 2.000 barnaframtölum verið skilað en þar er átt við framtöl einstaklinga undir 16 ára aldri en börn greiða 6% skatt af tekjum umfram 100.745 kr.

Vissara er að hafa vaðið fyrir neðan sig og skila framtalinu á réttum tíma ellegar geta skattþegnar átt yfir höfði sér áætlun tekna samkvæmt því sem kveðið er á um í lögum um tekjuskatt. Skattstjóri áætlar þá ríflega á viðkomandi svo síður sé hætta á að menn græði á að skila ekki eða skila of seint. Sú áætlun fer svo í innheimtu eins og um reglubundna álagningu væri að ræða þegar álagningarseðlar hafa verið sendir út í byrjun ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×