Innlent

Fundu fíkniefni á flugfarþega við komuna á Ísafjörð

MYND/GVA

Þrjú fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á Ísafirði um helgina en þar var talsverður erill vegna hátíðahalda í bænum.

Í einu málinu fannst nokkuð af fíkniefnum á farþega sem var að koma með flugi frá Reykjavík. Reyndist þar vera um 10 grömm af amfetamíni og fimm skammtar af meintu LSD ásamt neysluáhöldum. Við fíkniefnaeftirlit í bænum naut lögreglan aðstoðar frá embætti Ríkislögreglustjóra en þaðan kom lögreglumaður fá lögreglunni á Akureyri með fíkniefnaleitarhund.

Þá voru tvær líkamsárásir voru kærðar um helgina, önnur á veitingastað á Ísafirði en hin á hafnarsvæðinu skammt frá tónleikasvæði hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Í því tilfelli veittist meintur gerandi að lögreglumönnum þegar afskipti voru höfð af málinu og var hann yfirbugaður með úðavopni. Viðkomandi verður því kærður vegna brota gegn valdsstjórninni að viðbættri líkamsárásarkæru sem lögð hefur verið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×