Innlent

Vilja að hugmyndum um loftlínur verði hafnað

Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi.
Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi.
Sól í Straumi skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hafna hugmyndum Landsnets um að loftlínur frá Hellisheiðarvirkjun fyrir álver í Helguvík liggi um bæjarland Hafnarfjarðar. Minnt er á að þegar tekist var á um stækkun álversins í Straumsvík hafi komið fram gríðarleg andstaða við línumannvirkin, sem fylgt hefðu stækkuninni. Í ljósi þess og af virðingu við íbúa og kjósendur í Hafnarfirði krefst Sól í Straumi þess að öllum tillögum um frekari loftlínur í landi bæjarins, verði hafnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×