Innlent

Líkamsárás á Leifsgötu

Fjölmennt lið lögreglunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra var kallað að Leifsgötu í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun.

Þar slógust tveir menn í heimahúsi. Lögreglan fékk tilkynningu um að maður hefði ógnað fólki með hníf, en þegar lögreglan kom á staðinn hafði hann lagt frá sér hnífinn.

Mennirnir tveir voru færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu og er lögreglan að taka af þeim skýrslur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×