Innlent

Fjórir gista fangageymslur á Ísafirði

Fjórir gista fangageymslur hjá lögreglunni á Ísafirði eftir nóttina. Tveir vegna umferðarlagabrots og tveir vegna ölvunar og óláta. Lögreglan segir að talsverður erill hafi verið á Ísafirði í nótt vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem lauk formlega í nótt.

Í gærkvöld fann lögreglan lítið magn fíkniefna í fórum nokkurra gesta hátíðarinnar við hefðbundið götueftirlit. Fólkinu var sleppt að lokinni skýrslutöku. Hátíðin fór engu að síður vel fram og þurfti lögreglan að hafa lítil afskipti af gestum hennar á meðan hún stóð yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×