Innlent

Tjáir sig ekki efnislega um upplýsingamál RÚV

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vill ekki tjá sig efnislega um upplýsingamál RÚV. Vísir greindi frá því í síðustu viku að Ríkisútvarpið neitaði að láta Vísi í té upplýsingar um laun dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins og dagskrárstjóra útvarps, þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi úrskurðað að Ríkisútvarpinu sé skylt að veita þessar upplýsingar. Því eru líkur til þess að úrskurði nefndarinnar verði skotið til dómstóla.

Þorgerður segir mikilvægt að stofnanir sem heyri undir menntamálaráðuneytið njóti sjálfstæðis. „Þetta er verkefni stofnunarinnar. Það hefur verið markmið mitt sem ráðherra að efla sjálfstæði þeirra stofnana sem heyra undir ráðuneytið og ég ætla að halda mig við það," segir Þorgerður Katrín. Hún segir þó umfram allt mikilvægt að stofnunin hlíti þeim lögum sem um hana gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×