Innlent

Framkvæmdir hafnar í Helguvík

Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, afhentu Ragnari Guðmundssyni, forstjóra Norðuráls byggingarleyfið.
Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, afhentu Ragnari Guðmundssyni, forstjóra Norðuráls byggingarleyfið. MYND/Vikurfréttir

Fyrstu framkvæmdir vega fyrirhugaðrar álversbyggingar við Helguvík á Reykjanesi, hófust í morgun.

Það eru jarðvegframkvæmdir vegna girðingar umhverfis svæðið og vegalagningar inn á það. Framkvæmdaleyfið var staðfest í fyrrakvöld og ætlar Norðurál ekki að bíða boðanna enda er þegar búið að tryggja næga raforku til starfsseminnar.

„Þetta er ánægjulegur áfangi sem markar þáttaskil í löngu undirbúningsferli," segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls í tilkynningu . „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum áhuga og stuðningi í samfélaginu og hlökkum til að vinna með heimamönnum að þessu verkefni. Þeir hafa stutt okkur og hvatt ötullega frá upphafi."

Líkt og álver Norðuráls á Grundartanga veður álverið í Helguvík byggt í áföngum þannig að fyrirtækið vaxi hóflegum skrefum fyrir íslenskt hagkerfi. Áætlað er að fyrsta áfanga framkvæmda verði lokið árið 2010 og að framleiðslugeta álversins verði þá um 150.000 tonn á ári. Öðrum áfanga á að verða lokið árið 2015 og verður framleiðslugetan þá komin í 250.000 tonn. Áformað er að hefja álframleiðslu í Helguvík síðla árs 2010.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×