Innlent

Sérsveitin umkringdi hús í Reykjanesbæ

Sérsveit ríkislögreglustjóra var í gærkvöldi kölluð að húsi í Reykjanesbæ eftir að heimilisfaðirinn lokaði sig inni á salerni með haglabyssu og sagðist ætla að fyrirfara sér.

Svæði umhverfis húsið var lokað af en eftir nokkurt umsátur gaf maðurinn sig fram og var hald lagt á byssuna. Hann var vistaður í fangageymslum í nótt en verður fluttur til viðeigandi læknis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×