Innlent

Framkvæmdir við Suðurlandsveg og Vaðlaheiðargöng hefjast næsta vor

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, kynnti í morgun viðauka við samgönguáætlun fyrir árin 2007 - 20010. Þar ber einna hæst að hafist verður handa við tvöföldun Suðurlandsvegar og jarðgöng undir Vaðlaheiði á fyrri hluta árs 2009. Forsaga viðaukans er sú að í kjölfar niðurskurðar þorskkvótans ákvað ríkisstjórnin að grípa til mótvægisaðgerða í formi samgönguframkvæmda.

Ríkisstjórnin tilkynnti um flýtingu framkvæmda upp á sex og hálfan milljarð króna og því þótti nauðsynlegt að grípa til þess að gera viðauka við áætlunina.

Framkvæmdirnar við Suðurlandsveg og göng undir Vaðlaheiði verða í einkaframkvæmd og verður hluti ríkisins greiddur með jöfnum greiðslum í 25 ár eftir að framkvæmdum lýkur. Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður frá Hveragerði og að Litlu Kaffistofunni og er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á vormánuðum 2009. Einnig er búist við því að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist á sama tíma.

Viðaukann í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×