Innlent

Bæjarráð Sandgerðisbæjar styður lögreglumenn

Frá Sandgerði
Frá Sandgerði

Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur þunga áherslu á óviðunandi ástand í löggæslumálum á Suðurnesjum og tekur undir ályktun löggæslumanna og tollvarða í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum um niðurskurð fjárveitinga til löggæslumála á svæðinu. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs í gær.

Eins og fram hefur komið gæti komið til niðurskurðar hjá lögreglunni þar sem rekstaráætlun embættisins fyrir árið 2008 gerir ráð fyrir 200 milljónum króna umfram fjárheimildir.

Bæjarráð Sandgerðisbæjar segist hafa lagt áherslu á uppbygginu á aðstöðu fyrir löggæslumenn í bæjarfélaginu og ætlunin sé að afhenda húsnæðið til notkunar á vordögum. „Bæjarráð vill auk þess benda á að umræddar aðgerðir gangi þvert gegn stefnu og kröfu íbúa á Suðurnesjum um auknar aðgerðir í löggæslu og fíkniefnamálum," segir í bókuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×