Innlent

Ánægja með þjónustu á vegum velferðasviðs Reykjavikurborgar

Velferðasvið heyrir undir borgarstjórn Reykjavíkur.
Velferðasvið heyrir undir borgarstjórn Reykjavíkur.
86% þeirra sem nýta sér þjónustu þjónustumiðstöðva borgarinnar eru ánægðir með hana og rúm 58% þjónustunotenda eru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu Barnaverndar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Capacent-Gallup, sem lögð var fyrir á tímabilinu 7-14. janúar síðastliðinn. Þá kemur fram að 93% eru ánægðir með viðmót og framkomu starfsfólk á þjónustumiðstöðvum og rúm 84% ánægð með viðmót og framkomu starfsfólks Barnaverndar.

Hutfall mjög eða frekar ánægðra hefur hækkað frá sambærilegri könnun sem framkvæmd var árið 2006 á þjónustumiðstöðvum borgarinnar, sem er sérlega gleðilegt í ljósi þess að þann 1. maí 2007 voru þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar færðar undir stjórn Velferðarsviðs.

Tæp 69% kváðu mjög eða frekar auðvelt að nálgast upplýsingar um þjónustu miðstöðvanna og tæp 65% Barnaverndar.

Af þeim þjónustuþáttum sem kannaðir voru meðal þátttakenda var meirihluti að nýta sér þjónustu vegna húsnæðismála hjá þjónustumiðstöðvum, eða tæplega 61%, og rúmlega fjórðungur var að nýta sér þjónustu vegna fjárhagsaðstoðar.

Alls tóku 595 viðskiptavinir þjónustumiðstöðva og Barnaverndar þátt í vettvangskönnuninni, valdir af handahófi er þeir voru á leið út úr þjónustumiðstöð/Barnavernd, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×