Innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur ákveðið að ráða Þórð H. Ólafsson í starf framkvæmdastjóra þjóðgarðsins.

Fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins að Þórður sé efna- og rekstrarfræðingur að mennt og hefur hann frá árinu 1992 unnið hjá umhverfisráðuneytinu, lengst af sem skrifstofustjóri fjármála og rekstrar.

Frá byrjun árs 2004 þar til í september í fyrra gegndi hann stöðu fulltrúa hjá sendinefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel. Frá þeim tíma hefur hann verið í leyfi frá störfum í ráðuneytinu en gegnt tímabundið starfi starfsmanns stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×