Innlent

Lögreglumenn hafa miklar áhyggjur af ástandinu á Suðurnesjum

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli heyrir undir lögregluna á Suðurnesjum.
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli heyrir undir lögregluna á Suðurnesjum. Mynd/ GVA

Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Landssamband lögreglumanna fundaði í morgun með Lögreglufélagi Suðurnesja.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að embætti Lögreglustjórans Suðurnesjum þyrfti að spara 190,9 milljónir króna á þessu ári og rúmar 259 milljónir króna á næsta ári til að halda sig innan fjárlaga.

Steinar segir ljóst að ef embættið þarf skera niður með þeim hætti sem um er rætt muni það hafa áhrif á starfsemi lögreglunnar. Hann segir að umsvif á Keflavíkurflugvelli séu sífellt að aukast. Þá þurfi lögreglan einnig að sinna löggæslu við almenna borgara á Suðurnesjum og full ástæða sé til að hafa áhyggjur af þeirri þjónustu.

Steinar segir að 80-85% af kostnaði við rekstur lögregluembætta sé launakostnaður. „Það er því ljóst að ef af þessu verður mun embættið ekki geta bætt við sig mannskapi," segir Steinar. Þá segir hann ljóst að olía sé dýr og því verði menn að draga úr kostnaði við rekstur bifreiða embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×