Innlent

Ingibjörg á fund drottningar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur á morgun tveggja daga opinbera heimsókn til Danmerkur. Mun Ingibjörg Sólrún ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar og hitta Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana. Þau munu meðal annars ræða málefni Norður-Íshafsins, Afganistan, Mið-Austurlanda og loftslagsmál, evrópumál og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Þá á ráðherra fundi með utanríkismálanefnd danska þingsins, Helle Thorning-Schmidt, formanni danskra jafnaðarmanna og Bertil Haarder, menntamálaráðherra.

Í tilefni heimsóknar ráðherra stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir ráðstefnu á morgun í Kaupmannahöfn um íslensk efnahagsmál í ljósi alþjóðavæðingar. Flytur Ingibjörg Sólrún framsöguerindi ráðstefnunnar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×