Innlent

Minningarmót um Fischer í Ráðhúsinu í dag

MYND/Fischer

Minningarmót um skákmeistarann Robert Fischer verður haldið í Ráðhúsinu í dag.

Þar munu vinir og samferðarmenn Fischers setjast að tafli en keppendur eru þeir Vlastimil Hort, Lajos Portisch, Pal Benko og Friðrik Ólafsson. Skákdómari verður Boris Spassky en hann mun einnig sjá um skákskýringar.

Fyrsta leikinn í mótinu leikur Hildur Berglind Jóhannsdóttir, átta ára, sem fyrir nokkru sigraði Geir H. Haarde forsætisráðherra í skák. Mótið hefst klukkan fimm en samhliða því fer fram næstsíðasta umferð í Reykjavíkurskákmótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×