Innlent

Kosning um stjórnarskrá stórt skref í sjálfstæðisátt

Högni Hoydal, utanríkisráðherra Færeyinga, segir að kosning um stjórnarskrá Færeyja árið 2010 verði stórt skref í sjálfstæðisátt. Hann vill efla stúdentaskipti milli Íslands og Færeyja.

Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðarflokksins, fer með utanríkismál í færeysku landsstjórninni sem tók við völdum eftir kosningar í janúar. Hann kom í opinbera heimsókn til Íslands í gær, þá fyrstu sem hann fer í nýju embætti.

Í gær átti hann fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og ræddu þau meðal annars um uppbyggingu utanríkisþjónustu Færeyja, Hoyvíkur-samninginn, en það er viðskiptasamningur milli Íslands og Færeyja og menntamál sem Högni segir að vegi þungt í Færeyjum en margir Færeyingar mennta sig erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×