Innlent

Viðræður FÍA og Icelandair komnar á góðan rekspöl

Samningaviðræður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa Icelandair eru komnar á rekspöl eftir að flugmenn vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara.

Viðræðurnar eru á því stigi, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2, að flugmenn eru ekki farnir að íhuga neinar aðgerðir til að knýja fram samninga sem hafa verið lausir frá áramótum.

Jafnframt standa yfir viðræður við Atlanta en að loknum samningum við þessi tvö félög verður gengið til samninga við Flugfélag Íslands, Erni, Landhelgisgæsluna og aðra minni flugrekendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×