Innlent

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Andrzej Kisiel í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á konu eftir dansleik í Vestmannaeyjum í september síðast liðnum og nauðgað henni.

Í dómsorði segir að nauðgunin hafi verið afar hrottafengin og að konan hafi hlotið alvarlega líkamlega og andlega áverka sem hafi mikil áhrif á daglegt líf hennar. Hún hafi enn ekki getað hafið fullt starf og ekki getað einbeitt sér að námi.

Með hliðsjón af þessu er Andrzej Kisiel dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×