Innlent

Seðlarnir ónýtir í sumar

Fyrstu 10 krónu myntirnar voru slegnar árið 1984.
Fyrstu 10 krónu myntirnar voru slegnar árið 1984.

Þann 1. júní næstkomandi verður ekki lengur hægt að innleysa 10, 50 og 100 króna seðla, sem voru mikið notaðir hér á árum áður.

Á vef Seðlabankans kemur fram að árið 1984 hafi Seðlabanki Íslands hætt að setja 10 króna seðla í umferð, 1987 var hætt að prenta 50 króna seðla og 1995 var hætt að setja 100 króna seðla í umferð. En eins og kunnugt er var slegin mynt með sömu verðgildum.

Þar til 1. júní 2007 voru allir bankar og sparisjóðir skyldugir að taka við 10, 50 og 100 króna seðlum og láta í staðinn annan lögmætan íslenskan gjaldmiðil. Síðan þá hafa þessir seðlar ekki verið gjaldgengir í viðskiptum en Seðlabankinn mun innleysa þá til 1. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×