Innlent

Ákveðið eftir helgi hvort kosið verður um sameiningu á Norðausturlandi

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar mun ákveða eftir helgi hvort kosið verður um sameiningu við Aðaldæli eða ekki. Sameining tryggir 41 milljón úr jöfnunarsjóði.

Sameining Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Aðaldælahrepps var felld í fyrrahaust en á grunni kosningarinnar geta íbúar í Aðaldal og Þingeyjarsveit sameinast. En íbúar í Þingeyjarsveit skiptast í tvö horn og hafa nú 238 einstaklingar ritað nöfn sín á mótmælalista og afhent sveitarstjórn. Þeir vilja nýja kosningu.

Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var ákveðið að fresta því mánudags til að ákveða hvort sveitarfélagið sameinist Aðaldælum eða hvort kosið verður sérstaklega um það.

Á fundinum kom fram að 41 milljón króna fengist strax frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga ef sameining verður að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×