Innlent

Dregur úr útlánum Íbúðalánasjóðs milli ára

MYND/Vilhelm

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í febrúar námu rúm 2,8 milljörðum króna samkvæmt því sem fram kemur í mánaðarskýrslu stofnunarinnar.

Þetta þýðir að sjóðurinn hefur lánað um 7,3 milljarða króna það sem af er ári, en það er einum og hálfum milljarði króna minna en á sama tímabili í fyrra.

Fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs að fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hafi verið 425 í febrúar og fjölgaði þeim um rúm 30 prósent frá fyrra mánuði. Þegar febrúar í ár er borinn saman við febrúar í fyrra fækkar kaupsamningum hins vegar um nærri 40 prósent og velta af kaupsamningum minnkar um fjórðung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×