Innlent

Þjófar gripnir eftir ábendingu frá nágranna

Tveir þjófar, sem brutust inn í íbúðarhús í Hafnarfirði í nótt, voru gripnir á staðnum eftir að nágranni hafði vísað lögreglu á þá.

Í framhaldi af því var gerð húsleit heima hjá öðrum þeirra og fanst þar þýfi úr innbrotum og ýmsir munir, sem þeir gátu ekki gert grein fyrir.

Auk þess fundust þar fíkniefni, en ekki í miklum mæli. Mönnunum var sleppt að yfirheyrslum loknum, en mál þeirra verða rannsökuð nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×