Innlent

Glitnir mest áberandi styrktaraðilinn

Lárus Welding, forstjóri Glitnis
Lárus Welding, forstjóri Glitnis

Fyrirtækið Creditinfo fylgdist með umfjöllun fjölmiðla um styrkveitingar fyrirtækja til góðgerðarmála árið 2007. Samantektin leiddi í ljós að í fjölmiðlum árið 2007 komu fram um 150 aðilar sem styrktaraðilar góðgerðarmála.

Á árinu 2007 birtust 503 fréttir um styrkveitingar fyrirtækja úr atvinnulífinu. Mesta umfjöllun hlaut fyrirtækið Glitnir fyrir styrki á sínum vegum, næst á eftir mældist Landsbanki Íslands og í þriðja sæti var Eimskip.

Á fyrri hluta ársins í fyrra hafði Kaupþing verið þriðji mest áberandi styrktaraðilinn en það breytist við útttekt tímabilsins júlí - desember.

Af málefnum virðast styrkir í málefnaflokkinn Menning og listir hvað vinsælastir hjá atvinnulífinu en alls styrktu 64 aðilar málefni í þessum flokki, samkvæmt umfjöllun fjölmiðla á síðasta ári.

Næst á eftir voru styrkir til Heilbrigðismála en alls styrktu þennan málaflokk a.m.k. 48 fyrirtæki samkvæmt umfjöllun fjölmiðla.

Í þriðja sæti voru styrkir vegna Menntamál, en þennan málaflokk styrktu 45 aðilar.

Mest var umfjöllun tengd styrkveitingum í flokkinn Mennning og listir, eða alls 94 fréttir. Næst á eftir voru fréttir um styrki til Heilbrigðismála eða alls 82 fréttir. Samtals birtust 75 fréttir um styrkveitingar til Menntamála.

Ekki er um tæmandi talningu að ræða á þeim aðilum í atvinnulífinu sem styrktu góð málefni á síðasta ári enda byggir talning Creditinfo Ísland eingöngu á þeim upplýsingum sem fram koma opinberlega í fjölmiðlum.

Af dagblöðum birti Morgunblaðið flestar fréttir af styrkveitingum en af ljósvakamiðlum flutti Stöð 2 flestar fréttir um styrkveitingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×