Innlent

Illa staðið að stúkubyggingu

Borgarstjóri og fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði Reykjavíkur bókuðu á fundi borgarráðs í dag að sá farvegur sem bygging stúkunnar á Laugardalsvelli var sett í hafi ekki verið fullnægjandi eða árangursríkur.

Bygging stúkunnar fór mörg hundruð milljónir króna fram úr áætlun og hefur Knattspyrnusamband Íslands krafið borgina um 400 milljóna viðbótargreiðslu vegna þessa. Skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar um málið var lögð fram í borgarráði í dag og samþykktu fulltrúar meirihlutans eftirfarandi:

„Innri endurskoðun er þakkað gott starf og mikilvæga greiningu á málinu, sem bæði varðar hagsmuni Reykjavíkurborgar og KSÍ. Ljóst má vera að undirbúningur þessa máls og sá farvegur sem það var sett í á síðasta kjörtímabili hefur hvorki reynst fullnægJandi né árangursríkur. Eins og fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar er ljóst að eftirlilt byggingarnefndar með verkinu var ekki sem skyldi og formlegri upplýsingagjöf um framvindu verkefnisins var ábótavant.

Einnig var ekki leitað samþykkis borgarráðs fyrir umfangsmeiri aukaverkum eða viðbótarframkvæmdum. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi borggarráðs þegar borgarráðsmönnum hefur gefist nægur tími til að kynna sér niðurstöður innri endurskoðunar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×