Innlent

Breiðavík rædd í borgarráði

Breiðavík.
Breiðavík.

Breiðavíkurskýrslan svokallaða var tekin til ítarlegrar umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. Málið var rætt að beiðni Samfylkingarinnar en fjölmargir reykvískir drengir voru sendir á Breiðavík samkvæmt ákvörðun barnaverndar Reykjavíkur á sínum tíma þótt heimilið hafi verið rekið af ríkinu.

Í lok fundarins sameinaðist borgarráð um eftirfarandi tillögu:

„Í tilefni skýrslu um könnun á starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952-1979 samþykki borgarráð Reykjavíkur:

1. Að haft verði samráð við Breiðavíkursamtökin um viðbrögð og næstu skref Reykjavíkurborgar í kjölfar Breiðavíkurskýrslunnar.

2. Að könnuð verði staða undirbúnings á frumvarpi forsætisráðherra vegna Breiðavíkurskýrslunnar.

3. Að samantekt verði gerð um viðbrögð stjórnvalda, og sveitarfélaga sérstaklega, í sambærilegum málum sem upp hafa komið á undanförnum árum á Norðurlöndum.

4. Að lagt verði mat á það hvort Reykjavíkurborg telji tilefni til að kanna frekar starfsemi á öðrum heimilum og úrræðum barnaverndaryfirvalda, fyrr og nú."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×