Innlent

Tilraun til bankaráns í Hafnarfirði

MYND/Stefán

Maður var handtekinn nú skömmu fyrir hádegi fyrir tilraun til bankaráns í útibúi Kaupþings í Firðinum í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist hann hafa verið einn á ferð og eftir því sem fréttastofa Vísis kemst næst var hann vopnaður hnífi og komst á brott með einhverja fjármuni. Hann var hins vegar gripinn skömmu síðar en nánari atvik liggja ekki fyrir.

Að sögn Benedikts Sigurðssonar, talsmanns Kaupþings, var útibúinu lokað í kjölfar atviksins en óvíst er hvenær það verður opnað aftur. Starfsmannastjóri og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs voru á leið á vettvang og segir Benedikt að ákveðið ferli fari í gang í tilvikum sem þessum. Hann býst við að þeim starfsmönnum útibúsins sem það vilja verði boðin áfallahjálp.

Þetta er annað bankaránið á árinu en í byrjun febrúar réðst maður inn í útibú Glitnis við Lækjargötu vopnaður exi og komst á brott með um eina milljón króna. Hann var þó handtekinn skömmu síðar og viðurkenndi verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×