Innlent

Skoða myndir úr eftirlitsmyndavél í tölvubúð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem ruddist inn í tölvuverslunina Tölutek í Borgartúni í gærdag og reyndi að hafa á brott með sér tvær tölvur.

Að sögn Ómars Smára Ármanssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni, er nú verið að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavél úr versluninni til þess að reyna varpa frekara ljósi á málið. Hann segir lögreglu hafa greinargóða lýsingu á manninum. Fjölmargir lögreglumenn leituðu mannsins í kjölfar ránstilraunarinnar í gær.

Starfsmaður í versluninni sem reyndi að stöðva för mannsins skrámaðist í andliti í átökunum og var fluttur á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×