Innlent

Varað við hvassviðri undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit

Undir Eyjaföllum.
Undir Eyjaföllum. MYND/GVA

Vegagerðin varar við miklu hvassviðri undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit á Suðausturlandi. Fólk er beðið um að vera ekki á ferð þar að ástæðulausu.

Á Suðurlandi er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, í Þrengslum og á Hellisheiði. Annars eru víða hálkublettir. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Vesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Hálka er á Holtavörðuheiði og hálkublettir eru á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Kleifaheiði og Klettshálsi. Snjóþekja og skafrenningur er í Ísafjarðardjúpi. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir. Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði en Lágheiði er ófær. Á Suðausturlandi eru hálkublettir eða snjóþekja. Þó er snjóþekja og skafrenningur í kringum Vík. Ófært erum Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×