Innlent

Opið beinbrot eftir hopp á trampólíni

MYND/GVA

Tólf ára stúlka hlaut opið fótbrot þegar hún var á fimleikaæfingu hjá Gerplu í Kópavogi undir kvöld í gær.

Sjúkraþjálfar önnuðust hana á meðan beðið var eftir sjúkrabíl sem flutti hana á slysadeild Landspítalans. Hún var að hoppa á trampólíni þegar slysið varð en ekki liggur fyrir hvað fór úrskeiðis.

Átján ára piltur var líka fluttur á slysadeild eftir að hann féll á skautasvellinu í Egilshöll í gær. Hann meiddist ekki alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×