Innlent

Vöruskipti neikvæð um 12,5 milljarða í febrúar

MYND/GVA

Vöruskipti við útlönd í nýliðnum febrúar reyndust óhagstæð um 12,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Ísland.

Fluttar voru út vörur fyrir 19,5 milljarða króna en inn fyrir 32 milljarða. Til samanburðar var vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður um fimm milljarða í febrúar í fyrra og munar þar því rúmum sjö milljörðum á milli ára. Vöruskipti voru neikvæð um 9,5 milljarða í janúar í ár og því nemur vöruskiptahallinn 22 milljörðum það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×