Erlent

Fræga fólkið sleppur of létt frá fíkniefnaneyslu sinni

Þegar tekið er með silkihönskum af fíkniefnabrotum fræga og ríka fólksins sendir slíkt röng skilaboð til almennings. Fíkniefnastofun Sameinuðu þjóðanna fjallar um þetta í árlegri skýrslu sinni

Í skýrslunni kemur þar að auki fram að þegar fræga fólkið notar fíkniefni slái það ljóma á neysluna fyrir aðra og varað er við að láta þetta fólk sleppa ódýrt hvað eftir annað eftir það það hefur verið handtekið af lögreglunni.

Fyrir utan þetta vandamál er hvatt til harðari aðgerða gegn höfuðpaurunum í fíkniefnaheiminum. Of mörg stjórnvöld einbeiti sér að því að uppræta götusalana en geri lítið til að uppræta þá sem standa á bakvið söluna.

Þá er lýst sérstökum áhyggjum af ástandinu í Afganistan þar sem 93% af öllu ópíumi í heiminum er framleitt. Segir að misnotkun á opíumi sé nú orðið að risavöxnu vandamáli bæði í Afganistan og nágrannalandinu Íran en í Íran eru nú hlutfallslega flestir neytendur ópíums í heiminum.

Greint er frá því að efni sem gera kleyft að breyta ópíum í heróín séu að verða æ aðgengilegri fyrir fíkniefnakóngana í Afganistan og stjórnvöld í nærliggjandi löndum eru hvött til að reyna að koma í veg fyrir flutning á þessum efnum yfir landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×