Innlent

Vopnaðir sérsveitarmenn í Dómsmálaráðuneytinu

Vegfarendur á Lindargötu ráku upp stór augu í kvöld þegar þeir sáu stóran hóp lögreglu og sérsveitarmanna fyrir utan Dóms og Kirkjumálaráðuneytið við Skuggasund.

Sérsveitarmennirnir voru gráir fyrir járnum, um tuttugu talsins og ansi vígalegir að sögn vitna.

Vísir fékk þær upplýsingar að ekkert neyðarástand væri í ráðuneytinu heldur væri sérsveitarmenn við reglubundnar æfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×