Erlent

Hentu smjörsýru um borð í hvalveiðiskip

Fjórir áhafnarmeðlimir á japönsku hvalveiðaskipi við Suðurskautið eru slasaðir eftir að meðlimir úr Sea Sheperd samtökunum hentu pokum með smjörsýru um borð í skipið.

Skrifstofa Sea Sheperd í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að þremur poku með smjörsýru hafi verið hent um borð í hvalveiðiskipið Nisshin Maru. Hinsvegar hafi þeir ekki vitað til að neinn hafi slasast af þeim sökum. Sterk rotnunarlykt er af smjörsýru og erfitt að þrífa hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×