Illdeilur og átök algeng á meðal lögreglumanna í Skagafirði 28. febrúar 2008 20:00 Illdeilur og átök hafa ítrekað blossað upp síðustu misseri meðal lögregluliðsins í Skagafirði. Mannaskipti hafa verið tíð og sér ekki fyrir endann á þeim. Sýslumaður segir að menn þurfi að læra að vinna saman. Sýslumaðurinn í Skagafirði, Ríkharður Másson, áminnti lögreglumann sinn í mars síðastliðnum eftir að lögreglumaðurinn hafði tengst gerð umdeilds myndbands. Þar þótti sýslumanni sem hvatt væri til unglingadrykkju auk þess sem tökur fóru að hluta fram í fangageymslum lögreglu á Sauðárkróki. Eftir áminninguna hefur lögreglumaðurinn verið í launalausu leyfi. Í gær var sagt frá annarri áminningu sem sýslumaður hefur veitt yfirlögregluþjóni í sex liðum. Og ekki er allt upp talið. Mannaskipti hafa verið tíð í lögreglunni, ríkislögreglustjóri hefur gert úttekt á embættinu, vinnuandi er sagður afleitur og nefnt er að lögregluembættið hafi keyrt gróflega fram úr fjárheimildum sínum í fyrra. Einn heimamanna á Sauðárkróki segir að ástandið sé eins og í villta vestrinu en sjálfur ber sýslumaður allt slíkt tal til baka og kennir fjölmiðlum um of neikvæða umfjöllun. Gylfi Thorlacius, lögmaður áminnta yfirlögregluþjónsins, telur að meint brot sem sagt var ítarlega frá í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag séu út í hött. Hann gerir líka alvarlegar athugasemdir við að yfirlögregluþjóninn hafi ekki fengið að sjá úttekt Ríkislögreglustjóra um lögregluna á Sauðárkróki þrátt fyrir að falast hafi verið eftir því með bréfi til sýslumanns. Ef skjólstæðingur hans eigi að geta bætt sig í starfi sé lágmarkskrafa að hann fái að vita hvernig. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Illdeilur og átök hafa ítrekað blossað upp síðustu misseri meðal lögregluliðsins í Skagafirði. Mannaskipti hafa verið tíð og sér ekki fyrir endann á þeim. Sýslumaður segir að menn þurfi að læra að vinna saman. Sýslumaðurinn í Skagafirði, Ríkharður Másson, áminnti lögreglumann sinn í mars síðastliðnum eftir að lögreglumaðurinn hafði tengst gerð umdeilds myndbands. Þar þótti sýslumanni sem hvatt væri til unglingadrykkju auk þess sem tökur fóru að hluta fram í fangageymslum lögreglu á Sauðárkróki. Eftir áminninguna hefur lögreglumaðurinn verið í launalausu leyfi. Í gær var sagt frá annarri áminningu sem sýslumaður hefur veitt yfirlögregluþjóni í sex liðum. Og ekki er allt upp talið. Mannaskipti hafa verið tíð í lögreglunni, ríkislögreglustjóri hefur gert úttekt á embættinu, vinnuandi er sagður afleitur og nefnt er að lögregluembættið hafi keyrt gróflega fram úr fjárheimildum sínum í fyrra. Einn heimamanna á Sauðárkróki segir að ástandið sé eins og í villta vestrinu en sjálfur ber sýslumaður allt slíkt tal til baka og kennir fjölmiðlum um of neikvæða umfjöllun. Gylfi Thorlacius, lögmaður áminnta yfirlögregluþjónsins, telur að meint brot sem sagt var ítarlega frá í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag séu út í hött. Hann gerir líka alvarlegar athugasemdir við að yfirlögregluþjóninn hafi ekki fengið að sjá úttekt Ríkislögreglustjóra um lögregluna á Sauðárkróki þrátt fyrir að falast hafi verið eftir því með bréfi til sýslumanns. Ef skjólstæðingur hans eigi að geta bætt sig í starfi sé lágmarkskrafa að hann fái að vita hvernig.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira