Innlent

Á gjörgæsludeild eftir 15 metra fall

Maðurinn sem féll 15 metra niður af vinnupalli Þingahverfi í Kópavogi í dag liggur nú á gjörgæsludeild í eftirliti. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er maðurinn talsvert slasaður, með beinbrot og innvortis meiðsl. Læknirinn segir þó að hann verði að teljast hafa sloppið vel miðað við aðdragandann. Sjúkraflutningamenn sögðu við Vísi í dag að svo virtist sem vinnupallurinn hefði hrunið undan manninum með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×