Innlent

Forsetahjónin heimsækja Hrafnagilsskóla

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit á morgun, en skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2007 fyrir að hafa sinnt vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi.

Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að fulltrúar nemenda, skólastjóri og kennarar Hrafnagilsskóla taki á móti forsetahjónunum klukkan 9 í fyrramálið og kynna skólastarfið. Þá mun forsetinn ávarpa nemendur um ellefuleytið og svara spurningum þeirra. Nemendur munu jafnframt flytja tónlist og önnur atriði. Áætlað er að heimsókn forsetahjónanna ljúki kl. 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×