Innlent

Ekki fleiri skipt um trúfélag síðan 1996

Alls gengu um 1500 fleiri út þjóðkirkjunni en skráðu sig í hana í fyrra.
Alls gengu um 1500 fleiri út þjóðkirkjunni en skráðu sig í hana í fyrra.

Tæpt eitt prósent landsmanna skipti um trúfélag á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar er bent á að trúfélagabreytingum hafi fjölgað undanfarin þrjú og hafa þær ekki verið hlutfallslega fleiri síðan 1996.

Alls var um að ræða tæplega 2900 breytingar á trúfélagaskráningu í þjóðskrá og af þeim sögðu flestir sig úr þjóðkirkjunni, eða tæplega 1700. Alls gengu tæplega 1500 fleiri úr þjóðkirkjunni en þeir sem skráðu sig í hana á árinu. Til samanburðar voru brottskráðir úr þjóðkirkjunni um tólf hundruð fleiri en nýskráðir árið 2006 og um 850 árið 2005.

Tölur Hagstofunnar leiða einnig í ljós að í fyrra fjölgaði þeim sem skráðu sig utan trúfélaga um 685 manns. Mest fjölgun í trúfélagi varð í Kaþólsku kirkjunni, en í hana skráðu sig 525 fleiri en sögðu sig úr henni. Næst mest var fjölgunin í Fríkirkjunni í Reykjavík, eða um 445 manns.

Í Fríkirkjunni í Hafnarfirði fjölgaði meðlimum um 185 manns og fjölgun varð um 106 manns í Ásatrúarfélaginu. Meðlimum í Búddistafélagi Íslands fjölgaði um nærri hundrað á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×