Innlent

Gjaldþrotamál lögaðila sjaldan fleiri en í fyrra

Gjaldþrotamál lögaðila reyndust um 1500 í fyrra og þar af voru gjaldþrotaúrskurðir um 660 fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Þar segir einnig að miðað við þróun síðustu 15 ára sé þetta fjölgun og með hæstu tölum á tímabilinu. Gjaldþrotamál einstaklinga voru öllu færri, eða 350 og þar af voru um 150 gjaldþrotaúrskurðir fyrir dómstólum.

Nærri 14 þúsund einkamál voru afgreidd hjá héraðsdómstólum landsins í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að stærstur hluti þeirra, eða um 12.700, voru svokölluð útvistarmál en fjöldu hefur sveiflast frá 7.600 til rúmlega 24 þúsund á síðustu árum. Mikill meirihluti þessara mála er tilkominn vegna vanskila.

Opinber mál reyndust rúmlega 5.500 í fyrra og voru um 5.350 frá lögreglustjórum en um 150 frá ríkissaksóknara. Bent er á í frétt Hagstofunnar að frá árinu 1997 fækkaði málum frá ríkissaksóknara mjög mikið jafnframt því sem málum frá lögreglustjórum fjölgaði. Þetta má rekja til þess að með nýjum lögum það ár var lögreglustjórum veitt ákæruvald í fleiri brotaflokkum en áður. Afgreidd mál frá lögreglustjórum árið 2007 eru töluvert færri en þau hafa verið öll ár frá árinu 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×