Innlent

Lítið sem ekkert finnst af loðnunni

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú komið í grennd við Vestmannaeyjar í leit að loðnu, en hefur fundið lítið sem ekkert enn sem komið er.

Loðnuskipið Hákon, sem tekur þátt í leitinni, er talsvert austar og hafði fundið eitthvað af loðnu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hversu mikið þar er á ferðinni.

Áhafnir margra loðnuskipa bíða nú í startholunum eftir að loðnan finnist og hægt verði að hefja veiðar á ný, því veiðitímabilið styttist óðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×