Innlent

Spyr hvort ríkið muni leita bóta vegna verðsamráðs olíufélaganna

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til fjármálaráðherra um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðsamráði olíufélaganna.

Í henni er bent á fjármálaráðherrar hafi sagt í febrúar og október 2005 að málið væri í skoðun. Spyr Álfheiður því hvað líði þessari athugun á mögulegum bótakröfum og hvort ríkið hyggist feta í fótspor Reykjavíkurborgar og höfða mál til að gæta hagsmuna ríkissjóðs vegna verðsamráðsins.

Þess má geta að Hæstiréttur dæmdi olíufélögin þrjú á dögunum til þess að greiða borginni og Strætó um 80 milljónir króna í bætur vegna tjóns þeirra af völdum samráðsins. Þá hefur Vestmannaeyjabær einnig ákveðið að höfða mál á hendur félögunum vegna sömu saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×