Innlent

Laun framhaldsskólakennara standist samanburð

Eiríkur Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands.
Eiríkur Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. MYND/Pjetur

Leiðrétta þarf laun kennara í framhaldsskólum og tryggja að kjör þeirra standist til frambúðar samanburð við aðra háskólamenntaða ríkisstarfsmenn segir í ályktun Kennarasamands Íslands og Félags framhaldsskólakennara.

Ályktunin kemur í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. Bent er á kjarasamningur ríkisins við framhaldsskólakennarara renni út í lok apríl og að Kennarasambandið muni að sjálfsögðu móta sjálfstæða kröfugerð gagnvart ríkinu.

Koma þurfi í veg fyrir að fólki flýi úr kennarastéttinni og sömuleiðis að svipað ástand skapist og árið 2000 þegar slök launaþróun kennara leiddi til tveggja mánaða verkfalls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×