Íslensk forsjárdeila að baki blóðugum átökum í Danmörku Andri Ólafsson skrifar 20. febrúar 2008 12:35 Danska lögreglan handtók íslensku feðgana um helgina. Að baki hinna blóðugu átaka sem áttu sér stað á milli íslenskra feðga og dansks karlmanns í Langæbæk í Danmörku um helgina býr harðvítug forræðisdeila. Málið hefur ratað á síður helstu dagblaða Danmerkur en þarlendir fjölmiðlar segja að afbrýðissemi hafi búið að baki átökunum. Málið er hins vegar mun flóknara en það. Feðgarnir íslensku, þeir Svavar Guðnason og Daníel Örn Svavarsson, fóru utan til að sækja sjö ára dóttur Svavars, og systur Daníels, sem býr í Langebæk ásamt íslenskri móður sinni og dönskum sambýlismanni hennar. Móðir stúlkunnar fer ekki með forræði yfir henni og feðgarnir hafa gögn undir höndum sem sanna það. Þeir segja að aðstæður stúlkunnar í Langebæk séu afar slæmar. Mikil áfengisneysla sé á heimilinu og önnur óregla. Stúlkan hefur verið hjá móður sinni í Danmörku síðan að móðurafi hennar fékk leyfi til að fara með hana þangað í stutt leyfi. Ár hefur nú liðið og forráðamenn stúlkunnar á Íslandi fyrir löngu farnir að ókyrrast. Þegar feðgarnir komu til Langebæk var þeim meinað að hitta stúlkuna. Sambýlismaður móður hennar sá til þess. Fljótlega sló í brýnu þeirra á milli og átök brutust út sem enduðu með því að lögregla handtók feðgana. Sambýlismaðurinn hafði þá hlotið nokkra áverka. Danskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið í kjölfarið. Þar var talað um að afbrýðissemi hefði ráðið för og að Íslendingarnir hefðu barið sambýlismanninn með járnröri. Samkvæmt upplýsingum frá Tom Buhl er stjórnar rannsókn málsins fyrir lögregluna á Suður-Sjálandi var árásin töluvert blásin út í dönskum fjölmiðlum. „Sem dæmi get ég nefnt að fjölmiðlar tala um að feðgarnir hafi notað járnrör en í raun var um örþunnan rafmæli að ræða," segir Buhl sem bætir því við að meiðsli Danans séu minni háttar, í raun aðeins um marbletti að ræða. Feðgarnir eru nú komnir heim til Íslands en þeir hyggjast ekki leggja árar í bát. Þeir hyggjast höfða mál í Danmörku til þess að tryggja að stúlkan litla komist heim í hendur þeirra sem fara með forræði hennar og hafa ráðið sér lögmann til þess að tryggja að svo verði. Vísir ræddi við annan feðganna, Daníel Örn Svavarsson í dag. Hann sagði að það hefði aldrei vakið fyrir sér eða föður hans að stofna til vandræða. Hann segir einnig að systur sinni líði illa þar sem hún sé nú niðurkomin. Það hafi hún sagt honum í síma. "Við óttuðumst um öryggi og velferð systur minnar. Við vildum koma henni í öruggar hendur," segir Daníel. Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18. febrúar 2008 20:30 Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki. 19. febrúar 2008 09:52 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Að baki hinna blóðugu átaka sem áttu sér stað á milli íslenskra feðga og dansks karlmanns í Langæbæk í Danmörku um helgina býr harðvítug forræðisdeila. Málið hefur ratað á síður helstu dagblaða Danmerkur en þarlendir fjölmiðlar segja að afbrýðissemi hafi búið að baki átökunum. Málið er hins vegar mun flóknara en það. Feðgarnir íslensku, þeir Svavar Guðnason og Daníel Örn Svavarsson, fóru utan til að sækja sjö ára dóttur Svavars, og systur Daníels, sem býr í Langebæk ásamt íslenskri móður sinni og dönskum sambýlismanni hennar. Móðir stúlkunnar fer ekki með forræði yfir henni og feðgarnir hafa gögn undir höndum sem sanna það. Þeir segja að aðstæður stúlkunnar í Langebæk séu afar slæmar. Mikil áfengisneysla sé á heimilinu og önnur óregla. Stúlkan hefur verið hjá móður sinni í Danmörku síðan að móðurafi hennar fékk leyfi til að fara með hana þangað í stutt leyfi. Ár hefur nú liðið og forráðamenn stúlkunnar á Íslandi fyrir löngu farnir að ókyrrast. Þegar feðgarnir komu til Langebæk var þeim meinað að hitta stúlkuna. Sambýlismaður móður hennar sá til þess. Fljótlega sló í brýnu þeirra á milli og átök brutust út sem enduðu með því að lögregla handtók feðgana. Sambýlismaðurinn hafði þá hlotið nokkra áverka. Danskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið í kjölfarið. Þar var talað um að afbrýðissemi hefði ráðið för og að Íslendingarnir hefðu barið sambýlismanninn með járnröri. Samkvæmt upplýsingum frá Tom Buhl er stjórnar rannsókn málsins fyrir lögregluna á Suður-Sjálandi var árásin töluvert blásin út í dönskum fjölmiðlum. „Sem dæmi get ég nefnt að fjölmiðlar tala um að feðgarnir hafi notað járnrör en í raun var um örþunnan rafmæli að ræða," segir Buhl sem bætir því við að meiðsli Danans séu minni háttar, í raun aðeins um marbletti að ræða. Feðgarnir eru nú komnir heim til Íslands en þeir hyggjast ekki leggja árar í bát. Þeir hyggjast höfða mál í Danmörku til þess að tryggja að stúlkan litla komist heim í hendur þeirra sem fara með forræði hennar og hafa ráðið sér lögmann til þess að tryggja að svo verði. Vísir ræddi við annan feðganna, Daníel Örn Svavarsson í dag. Hann sagði að það hefði aldrei vakið fyrir sér eða föður hans að stofna til vandræða. Hann segir einnig að systur sinni líði illa þar sem hún sé nú niðurkomin. Það hafi hún sagt honum í síma. "Við óttuðumst um öryggi og velferð systur minnar. Við vildum koma henni í öruggar hendur," segir Daníel.
Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18. febrúar 2008 20:30 Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki. 19. febrúar 2008 09:52 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Íslenskir feðgar flugu til Danmerkur - lömdu kærasta fyrrum konunnar 49 ára gamall maður varð fyrir líkamsárás í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi. Það voru íslenskir feðgar sem gengu í skrokk á manninum og notuðu til þess meðal annars járnrör. 18. febrúar 2008 20:30
Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki. 19. febrúar 2008 09:52