Það var mikið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt. Sjúkraflutningamenn fóru í um 40 sjúkraflutninga, sem að sögn slökkviliðsmanna er allt að því tvöfalt meira en venjulega. Vatn lak í skúr í Hlíðunum um tíuleytið í gærkvöldi og var sendur dælubíll þangað. Hreinsunarstarf gekk vel en miklar skemmdir urðu á hljóðfærum sem voru geymd í skúrnum. Þá kviknaði í bíl í Grafarvogi um hálfellefu leytið í gærkvöldi og skemmdist bíllinn töluvert.
Fjörutíu sjúkraflutningar í nótt
