Innlent

REI skýrslan í heild sinni

Hér fyrir neðan má nálgast lokaskýrslu stýrihópsins sem fjallaði um málefni Orkuveitunnar og REI. Vísir hefur í kvöld sagt frá efni skýrslunnar en samkvæmt heimildum Vísis hyggst Svandís Svavarsdóttir leggja skýrsluna fyrir borgarráð á morgun. Heimildir herma einnig að sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi fundað í kvöld vegna skýrslunnar en ekki munu allir vera á eitt sáttir um innihaldið.

Í stýrihópnum áttu sæti þau Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokki, Óskar Bergsson Framsóknarflokki, Margrét Sverrisdóttir af F-lista, Sigrún Elsa Smáradóttir, Samfylkingu og Svandís Svavarsdóttir, VG sem var formaður hópsins.

Þá áttu þeir Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki og Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri sæti í hópnum.


Tengdar fréttir

Tillögur REI stýrihópsins

Í skýrslu stýrihópsins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að nýrri stjórn OR ásamt fulltrúum eigenda verði falið að vinna að tillögum um frekari framtíðarstefnumótun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í anda skýrslunnar.

FL tjáir sig ekki um REI skýrslu

Halldór Kristmannsson upplýsingafulltrúi FL Group segst ekki hafa séð REI skýrsluna og vill kynna sér efni hennar áður en hann tjáir sig um hana.

REI skýrslan: Aðkoma FL Group ráðandi

Vísir hefur undir höndum skýrslu stýrihóps sem falið var að fjalla um REI málið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks fundar nú um innihald hennar en skýrslan verður lögð fyrir borgarráð á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×